Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. desember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho átti stóran þátt í ákvörðun Clattenburg að hætta
Clattenburg átti það til að senda Mourinho upp í stúku.
Clattenburg átti það til að senda Mourinho upp í stúku.
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Getty Images
Mark Clattenburg segir að Jose Mourinho hafi spilað inn í ákvörðun sína að hætta að dæma í ensku úrvalsdeildinni.

Hinn 42 ára gamli Clattenburg hóf að dæma í ensku úrvalsdeildinni árið 2004, en hann hætti í febrúar á þessu og hóf störf hjá knattspyrnusambandinu í Sádí-Arabíu.

Hann segir að leikur á milli Man Utd og Stoke í janúar hafi verið leikurinn sem hafi sannfært hann um að hætta á Englandi.

„Ég dæmdi leikinn þar sem Wayne Rooney bætti met Bobby Charlton. Mourinho kom inn í búningsklefa minn eftir leikinn, hann var ósáttur við að fá ekki víti," sagði Clattenburg.

„Ég gekk af vellinum í Stoke, sem var alltaf erfiðasti völlurinn, og ég leit á frammistöðu mína með jákvæðum augum. Að hann skyldi gagnrýna mig fyrir ákvörðun sem ég var viss um, ég vissi að ég hefði rétt fyrir mér, en hann fékk mig til að efast."

„Leiðin heim var löng og ég hugsaði með mér að ég hefði gert stór mistök og síðan fór ég að hugsa 'Vil ég virkilega vera hluti af þessu lengur? Vil ég halda áfram að dæma?'."

Clattenburg tilkynnti svo um ákvörðun sína, að hann væri hættur, mánuði eftir leikinn í Stoke.

Sjá einnig:
Clattenburg var hræddur við Keane - Gaf horn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner