Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Moyes orðinn dauðþreyttur á okkur"
Shrewsbury Town fagnar marki.
Shrewsbury Town fagnar marki.
Mynd: Getty Images
„Greyið David Moyes, hann er örugglega orðinn dauðþreyttur á okkur," segir Brian Caldwell, framkvæmdastjóri Shrewsbury Town, sem leikur í C-deildinni á Englandi.

West Ham fer í heimsókn til Shrewsbury í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. Það mun ekki vera í fyrsta sinn sem David Moyes stýrir liði gegn Shrewsbury.

Shrewsbury sló Everton úr leik árið 2003, en Everton lék þá undir stjórn Moyes. Núna stýrir Moyes liði aftur gegn Shrewsbury.

„Þeir (West Ham) mun ekki hafa gaman af því að koma hingað," sagði Caldwell enn fremur við BBC.

„Þetta verður spennandi leikur."

Moyes, sem stýrði Sunderland reyndar til sigurs gegn Shrewsbury á síðasta tímabili, lék sem leikmaður með félaginu í nokkur ár. Hann snýr nú aftur á sinn gamla heimavöll í byrjun næsta árs eftir að hafa tekið við West Ham af Slaven Bilic á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner