mið 06. desember 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neymar ánægður að forðast Nígeríu á HM
Mynd: Getty Images
Neymar var ánægður þegar hann sá að Brasilía er ekki í riðli á HM í Rússlandi með liði frá Afríku.

Hann var sérstaklega ánægður með að forðast Nígeríu, sem endaði í riðli með Argentínu, Króatíu og auðvitað Íslandi.

„Við (Brasilía) þurfum að vera upp á okkar besta til að ná góðum úrslitum, sérstaklega í fyrsta leik mótsins. Liðin í okkar riðli eru mjög erfið viðureignar," sagði Neymar en Brasilía er í riðli á mótinu með Serbíu, Kosta Ríka og Sviss.

„Ég er ánægður að við séum ekki í riðli með Afríkuþjóð eins og Nígeríu. Þau lið hlaupa mjög mikið og er líkamlega sterk. Við erum samt að spila gegn mjög sterkum liðum á mótinu."

Eins og áður segir lenti Ísland í riðli með Nígeríu og mætir þeim í Volgograd þann 22. júní.

Sjá einnig:
Andstæðingar Íslands á HM - Nígería
Athugasemdir
banner
banner
banner