Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 15:32
Elvar Geir Magnússon
Notaði norska bikarinn til að hylja kynfæri sín
Andreassen afklæddist í gleðinni.
Andreassen afklæddist í gleðinni.
Mynd: Twitter
Lilleström varð norskur bikarmeistari um síðustu helgi eftir 3-2 sigur gegn Sarpsborg í úrslitaleik.

Leikmenn fögnuðu afrekinu með stuðningsmönnum sínum á mánudagskvöld og þar var mikil gleði.

Varnarmaðurinn Aleksander Melgalvis Andreassen ákvað að afklæðast á sviðinu og notaði svo sjálfan bikarinn til að hylja kynfæri sín.

Uppátæki leikmannsins hefur hlotið gagnrýni frá stjórnarmönnum norska knattspyrnusambandsins sem telja hann hafa sýnt bikarnum óvirðingu.

„Það er stór stund að verða bikarmeistari og hann átti auðvitað að fagna. En það er hægt að gera það með þeim hætti að það sýni bikarnum meiri virðingu. Þetta kom ekki vel út og ég tel að Melgalvis og Lilleström séu sammála því," segir Yngve Haavik, yfirmaður samskiptamála hjá norska sambandinu.

Andreasson sjálfur hefur gert lítið úr atvikinu og spurði hvort hann ætti að biðja Noregskonung afsökunar.
Athugasemdir
banner