mið 06. desember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam fer ekki til Kýpur - Á leið til læknis
Sam Allardyce,
Sam Allardyce,
Mynd: Getty Images
Sam Allardyce, stjóri Everton, verður fjarri góðu gamni þegar liðið mætir Appollon Limassol á Kýpur á morgun í lokaumferðinni í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hinn 63 ára gamli stóri Sam verður eftir á Englandi þar sem hann á tíma hjá lækni. Everton vissi af þessu þegar Sam var ráðinn stjóri í síðustu viku.

Craig Shakespeare, nýr aðstoðarmaður Sam, mun stýra Everton í leiknum annað kvöld ásamt Duncan Ferguson.

Stóri Sam hafði áður greint frá því að Everton tefli fram varaliði í leiknum á morgun enda á liðið ekki möguleika á að fara áfram í 32-liða úrslit. Gylfi Þór Sigurðsson og aðrir fastamenn fara því ekki með til Kýpur.

Sammy Lee, aðstoðarmaður stóra Sam, verður einnig eftir á Englandi til að undirbúa leikmenn fyrir grannaslaginn gegn Liverpool á sunnudag.

Líklegt er að ungu leikmennirnir Morgan Feeney og Beni Baningime spili á Kýpur auk þess sem leikmenn eins og Davy Klaassen og Sandro Ramirez gætu fengið tækifæri en þeir hafa ekki slegið í gegn síðan þeir komu til Everton í sumar.

Klaassen og Ramirez voru ekki í hóp í 2-0 sigri Everton á Huddersfield um síðustu helgi.

Staðan í riðlinum
1. Atalanta 11 stig
2. Lyon 11 stig
3. Apollon Limassol 3 stig
4. Everton 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner