Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. desember 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Wenger segist ekki hafa logið á fréttamannafundi
Lacazette spilaði gegn Manchester United.
Lacazette spilaði gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester United að Alexandre Lacazette gæti ekki spilað vegna nárameiðsla.

Lacazette spilaði svo leikinn en United fagnaði þar sigri 3-1. Jose Mourinho, stjóri United, hefur komið með skot á Wenger og sagt kollega sinn hafa logið.

Wenger segir að ummæli sín um Lacazette hafi einfaldlega verið byggð á þeim upplýsingum sem hann hafði frá læknateyminu.

„Ég hélt að hann myndi ekki spila en á endanum gat hann það. Hvað átti ég að gera? Skilja hann eftir heima?" segir Wenger.

„Ég er alltaf hreinskilinn. Ég taldi í alvöru að hann myndi ekki spila. Mér hafði verið sagt það. Hann var skoðaður á föstudagsmorgun en þá var ekki enn ljóst ef hann gæti spilað. En hann taldi sig svo vera tilbúinn og spilaði. Svona er fótboltinn."

Arsenal leikur á morgun gegn BATE Borisov í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Wenger og félagar hafa þegar tryggt sér sigur í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner