Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. desember 2017 13:15
Elvar Geir Magnússon
Yrði í fyrsta sinn sem fimm ensk lið fara áfram í Meistaradeildinni
Verður Liverpool fimmta enska liðið til að komast í 16-liða úrslitin?
Verður Liverpool fimmta enska liðið til að komast í 16-liða úrslitin?
Mynd: Getty Images
Fimm ensk lið munu verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar ef Liverpool kemst áfram í kvöld.

Það yrði í fyrsta sinn sem svona mörg ensk lið taka þátt í þessu stigi keppninnar.

Tottenham, Manchester City og Manchester United hafa unnið sína riðla og þá komst Chelsea áfram með því að enda í öðru sæti C-riðils.

Liverpool kemst áfram sem sigurvegari E-riðils ef liðið vinnur Spartak Moskvu í lokaumferð E-riðils í kvöld. Jafntefli tryggir Liverpool einnig áfram en liðið mun þó færast í annað sætið ef Sevilla vinnur Maribor.

Ef Liverpool tapar gegn Spartak Moskvu gæti liðið endað í þriðja sæti og þar með dottið niður í Evrópudeildina en það fer eftir úrslitum í leik Maribor og Sevilla.

Þegar dregið verður í 16-liða úrslit munu liðin sem unnu riðlana dragast gegn liðum sem enduðu í öðru sæti. Lið getur ekki mætt liði frá sama landi eða liði sem var með í riðlinum.

Smelltu hér til að sjá leiki kvöldsins
Athugasemdir
banner
banner
banner