Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. febrúar 2016 11:28
Arnar Geir Halldórsson
Afobe: Ég og Kane skoruðum endalaust fyrir barnalið Arsenal
Afobe hefur byrjað vel hjá Bournemouth
Afobe hefur byrjað vel hjá Bournemouth
Mynd: Getty Images
Benik Afobe, framherji Bournemouth mætir uppeldisfélagi sínu í dag þegar nýliðarnir fá Arsenal í heimsókn.

Afobe var keyptur frá Wolves í janúar og hefur skorað þrjú mörk í fjórum úrvalsdeildarleikjum síðan.

Þessi 22 ára gamli framherji ólst upp hjá Arsenal og minnist tímans hjá Lundúnarliðinu með hlýhug en hann spilaði meðal annars með Harry Kane hjá U9 ára liði Arsenal.

„Ég á myndir af okkur frá því við spiluðum með Arsenal. Hann var mjög lítill og einn af þeim sem blómstraði seint. Hann hefur alltaf elskað að skora mörk og leikirnir fóru vanalega 17-15 eða eitthvað svoleiðis. Við vissum alltaf að við myndum skora," segir Afobe.

Afobe fékk aldrei tækifæri með aðalliði Arsenal og var lánaður sex sinnum frá félaginu áður en hann var seldur til Wolves. Þrátt fyrir það ber hann engan kala til félagsins og getur vart beðið eftir leik dagsins.

„Ég hlakka til. Ég er ekki bitur út í Arsenal þó ég telji að ég hafi ekki fengið tækifæri til að sýna hvað ég get."

„Allir hafa sín örlög. Mín voru að fara á lán, lenda í meiðslum og þurfa að flytja reglulega á milli staða í Englandi hefur hjálpað mér mikið. Það styrkti mig andlega og ég tel það vera minn helsta styrkleika. Ég hefði þetta ekki ef ég hefði byrjað að spila fyrir Arsenal 18 ára gamall,"
segir Afobe.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner