Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 07. febrúar 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Chelsea og Man United mætast á Brúnni
Hérna fer stórleikur helgarinnar fram
Hérna fer stórleikur helgarinnar fram
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þeir að sjálfsögðu báðir sýndir á Stöð 2 Sport.

Fyrri leikur dagsins er leikur Bournemouth og Arsenal, en Arsenal hefur verið að dala upp á síðkastið eftir frábæra spilamennsku framan af tímabili.

Bournemouth er nú þegar búið að vinna Chelsea og Manchester United á þessu tímabili en ekki er langt síðan Arsenal og Bournemouth mættust síðast í deildinni og þá hafði Arsenal betur, 2-0.

Seinna um daginn er svo stórleikur helgarinnar þegar að Chelsea og Manchester United mætast á Stamford Bridge.

Þetta verður mikill baráttuleikur, en liðin hafa bæði valdið vonbrigðum á þessu tímabili. Síðasti leikur liðanna fór fram á Old Trafford, en þá fór 0-0.

Dagur Sigurðsson, Evrópumeistari og þjálfari karlalandsliðs Þýskalands í handbolta, var spámaður helgarinnar á .net, en hann spáði leikjum dagsins svona:

Bournemouth 0 - 2 Arsenal (13:30 á sunnudag)
Bourn-hvað?

Chelsea 0 - 2 Manchester United (16:00 á sunnudag)
Samba hjá Louis van Gaal.

Leikir dagsins:

13:30 Bournemouth - Arsenal (Stöð 2 Sport 2)
16:00 Chelsea - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner