Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2016 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Marseille vildi ekki Mahrez: Ég er ekki hálfviti
Mahrez hefur verið ótrúlegur á þessu tímabili
Mahrez hefur verið ótrúlegur á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Riyad Mahrez hefur farið á kostum í mögnuðu liði Leicester á þessu tímabili.

Mahrez er örugglega sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart á þessu tímabili, kannski ásamt liðsfélaga sínum, Jamie Vardy.

Mahrez hefur átt þátt í alls 24 mörkum Leicester á tímabilinu og hefur þess vegna verið orðaður við hin ýmsu félög.

Allt þetta lætur nýuppgötvuð ummæli Vincent Labrune, forseta Marseille, líta ansi kjánalega út, en France Football er með tölvupóst frá Labrune í höndunum þar sem rætt er um möguleg kaup á Mahrez til Marseille.

Hér fyrir neðan má sjá svör Labrune við tölvupóstinum, en í honum var rætt um tvo leikmenn og þar á meðal Mahrez:

Heldurðu í alvöru að leikmenn Leicester eigi pláss í því verkefni sem Olympique Marseille er?

"Til að spara tíma, leyfðu mér að segja þér, við reynum að sýna fagmennsku og gæði þegar við leitum að leikmönnum. Líkurnar á því að við tökum svona leikmann eru engar."

"Ekki taka þessu á rangan hátt, en ég vil ekkert með fólk gera sem lítur á mig sem háflvita"

Athugasemdir
banner
banner