Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2016 18:54
Alexander Freyr Tamimi
Hiddink: Áttum skilið að fá stig
Hiddink og félagar nældu í stig.
Hiddink og félagar nældu í stig.
Mynd: Getty Images
Guus Hiddink, stjóri Chelsea, gat fagnað því að hans menn náðu í stig gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Allt benti til þess að United myndi fara með sigur af hólmi á Stamford Bridge þökk sé marki frá Jesse Lingard en Diego Costa jafnaði metin í 1-1 í uppbótartíma og urðu það lokatölur.

„Ég er ánægður með viðbrögð liðsins. Manchester United stóð sig vel í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleiks, það er ekki auðvelt að vinna þá. En við áttum skilið að fá stig," sagði Hiddink.

„Við vorum aðeins of varnarsinnaðir fyrstu 20 mínúturnar þegar þeir stjórnuðu leiknum en síðan fórum við að pressa meira. Þeir skoruðu frábært mark en eftir það fannst mér liðið bregðast mjög vel við."
Athugasemdir
banner
banner
banner