Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 07. febrúar 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía í dag - Napoli og Juventus geta stungið af
Juventus er á svakalegu skriði
Juventus er á svakalegu skriði
Mynd: Getty Images
Nóg er um að vera í ítalska boltanum í dag, líkt og á flestum öðrum sunnudögum.

Í fyrsta leik dagsins mætast Hellas Verona, fyrrum félag Emils Hallfreðssonar, og Inter Milan, en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Klukkan 14:00 eru svo fimm leikir og þar á meðal er leikur Frosinone og Juventus, en Juventus hefur verið á svakalegu skriði undanfarið.

Á sama tíma mætast annars vegar Napoli og Carpi og hins vegar AC Milan og Udinese, en búist er við því að Emil Hallfreðsson muni leika sinn annan leik fyrir Udinese í dag.

Atalanta og Empoli eiga svo leik klukkan 17:00, en lokaleikur dagsins er svo leikur Roma og Sampdoria.

Leikir dagsins:

11:30 Verona - Inter (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Frosinone - Juventus (Stöð 2 Sport)
14:00 AC Milan - Udinese (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Napoli - Carpi
14:00 Sassuolo - Palermo
14:00 Torino - Chievo
17:00 Atalanta - Empoli
19:45 AS Roma - Sampdoria (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner