Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. febrúar 2016 20:34
Alexander Freyr Tamimi
Lewandowski í samningaviðræðum við Bayern
Lewandowski gæti framlengt við Bayern.
Lewandowski gæti framlengt við Bayern.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski er í viðræðum við Bayern Munchen um nýjan samning þrátt fyrir áhuga fjölmargra annnarra félaga. Þetta staðfesti umboðsmaður hans.

Pólski landsliðsmaðurinn hefur skorað 27 mörk í 29 leikjum fyrir Bayern og er hann sterklega orðaður við brottför til Rela Madrid eða Paris Saint-Germain í sumar.

Umboðsmaðurinn Cezary Kucharki neitar því að áðurnefnd félög hafi sett sig í samband og segir framherjann ánægðan í Þýskalandi.

„Viðræður eru hafnar. Ég get staðfest það. Ég mun ekki fara í smáatriðin því þetta er trúnaðarmál," sagði Kucharki við Polsat Sport.

„Real hefur ekki rætt við okkur um kaup, þetta eru bara vangaveltur. Orðrómarnir sýna hversu frábær Robert er, hann er ekki bara þekktur í Póllandi eða Þýskalandi heldur um alla Evrópu. Það eru engar viðræður við PSG heldur."

„Englendingar skrifa um ensk félög, Frakkar um frönsk félög, Spánverjar um Real Madrid og Ítalir um Juventus. Í hverju landi er félag orðað við Robert, en hann er hjá félagi sem hentar honum mjög vel og það er engin þörf á að breyta til."

Athugasemdir
banner
banner
banner