Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. febrúar 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mutu vill þjálfa Fiorentina í framtíðinni
Mutu lék eitt sinn með Fiorentina
Mutu lék eitt sinn með Fiorentina
Mynd: Getty Images
Adrian Mutu, fyrrum sóknarmaður Chelsea, stefnir á það að stýra Fiorentina í Serie A í framtíðinni.

Mutu leikur í dag með ASA Tirgu-Mures í heimalandinu, en hann hefur lent í ýmsum vandræðum á ferli sínum.

Hinn 37 ára gamli Mutu er byrjaður á þjálfaranámskeiðum og hefur greint frá því að markmið hans sé að taka við Fiorentina í framtíðinni, en hann lék þar á árunum 2006-2011.

"Þetta var gott, ég var dálítið stressaður til að byrja með, en svo fór allt á réttan veg," sagði Mutu eftir sitt fyrsta námskeið.

"Ég vil þjálfa á háu stigi, en ég væri ekkert á móti því að vinna með börnum. Mér finnst það nauðsynlegt fyrir þjálfara."

"Ég vil ekki bara verða góður þjálfari, heldur frábær, en draumaliðin til að stýra er auðvitað Fiorentina og líka rúmenska landsliðið."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner