banner
   sun 07. febrúar 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmenn Napoli með grímur til heiðurs Kalidou Koulibaly
Grímurnar sem stuðningsmenn Napoli munu vera með
Grímurnar sem stuðningsmenn Napoli munu vera með
Mynd: Napoli
Hópur af stuðningsmönnum Napoli mun vera með grímur af Kalidou Koulibaly, varnarmanni liðsins, þegar liðið mætir Carpi í dag.

Þetta gerir hópurinn til að sýna Koulibaly stuðning, en stuðningsmenn Lazio voru með mikla kynþáttafordóma í hans garð þegar Napoli og Lazio áttust við í síðustu viku.

Stöðva þurfti leikinn í þrjár mínútur og var Lazio sektað um 50 þúsund evrur fyrir kynþóttafordóma stuðningsmanna liðsins í garð Koulibaly.

"Allir í Naples eru móðgaðir yfir því sem henti ungu stjörnu okkar. Af þessum sökum viljum við sýna Koulibaly stuðning okkar," sagði í yfirlýsingu frá stuðningsmannnahópnum sem stendur á bak við grímurnar.

"Við erum allir með þér, Kalidou. Okkar boð til stuðningsmanna Napoli er að prenta mynd af varnarmanninum og setja hana á andlit sitt þegar liðin ganga inn á völlinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner