sun 07. febrúar 2016 18:15
Alexander Freyr Tamimi
Terry: Ég vil vera áfram hjá Chelsea
Terry fagnar jöfnunarmarki Costa í dag.
Terry fagnar jöfnunarmarki Costa í dag.
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea, var sáttur með að hafa náð stigi gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Diego Costa jafnaði metin fyrir Chelsea í uppbótartíma eftir að Jesse Lingard hafði komið United yfir í seinni hálfleik. Urðu lokatölur því 1-1.

„Þeir byrjuðu vel en við komumst inn í leikinn eftir því sem fór að líða á hann. Það var frábært að ná að svara svona fyrir þetta, við höfum sýnt mikinn karakter síðan stjórinn (Guus Hiddink) kom hingað. Það er gott að sjá," sagði Terry.

Terry skrifaði á dögunum hjartnæmt bréf til stuðningsmanna Chelsea þar sem hann greindi frá því að hann væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í sumar. Knattspyrnustjórinn Hiddink vildi hins vegar ekki útiloka að miðvörðurinn yrði áfram á Stamford Bridge.

„Það er erfitt að segja. Félagið er það mikilvægasta en það eru engar viðræður í gangi. Ég sagði það sem ég þurfti að segja, þannig er þetta bara. Ég hef tekið það mjög skýrt fram að ég vil vera áfram, en mikilvægara er að klifra upp töfluna," sagði Terry.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner