Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 07. febrúar 2016 18:40
Alexander Freyr Tamimi
Van Gaal: Ekki svekktur yfir frammistöðunni - bara úrslitunum
Van Gaal var niðurlútur í leikslok.
Van Gaal var niðurlútur í leikslok.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, var eðlilega hundsvekktur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Stamford Bridge í dag.

Allt benti til þess að lærisveinar Van Gaal myndu fara með sigur af hólmi þar til Diego Costa jafnaði metin fyrir heimamenn í uppbótartíma.

„Þegar þú stefnir á að enda í þriðja eða öðru eða fyrsta sæti deildarinnar þarftu að vinna því munurinn er þegar mikill. Nú er hann enn meiri en áður og það er ekki gott," sagði Van Gaal.

„Þeir fengu endalaust af aukaspyrnum og mér fannst þetta ekki allt vera aukaspyrnur, en dómarinn dæmdi mikið af aukaspyrnum undir lok leiksins. Sex mínútna uppbótartíminn var liðinn og þá leyfði hann Chelsea að taka horn, og þegar við höfum allan völlinn út af fyrir okkur flautar hann. Hann gerði þetta líka í fyrri hálfleik, þetta má ekki."

„Mér fannst við vera betra liðið og við verðlaunuðum okkur sjálfa ekki með sigri. Þar til síðasta korterið spiluðum við mjög vel og hefðum getað skorað meira, en við verðum að stjórna leiknum betur og við gerðum það ekki."

„Þetta var ekki einbeitningarskortur. Við þurfum bara að halda boltanum þegar við erum með boltann, við þurfum ekki að skora. Það þarf að gefa réttu sendingarnar á réttum augnablikum og við gerðum það ekki þegar Chelsea skoraði. Chelsea er mjög gott lið og það er pirrandi að vinna ekki þegar við spilum svona vel. Ég er ekki svekktur yfir frammistöðunni, bara úrslitunum. Það er mikill munur."

Athugasemdir
banner
banner