sun 07. febrúar 2016 11:46
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Trúi ekki að Man Utd hafi rætt við Mourinho
Allt sem þú lest er lygi
Allt sem þú lest er lygi
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Man Utd hefur enga trú á að félagið sé í viðræðum við Jose Mourinho um að taka við liðinu næsta sumar.

Virtir miðlar á borð við BBC og fleiri hafa haldið því fram að að Mourinho hafi rætt við forráðamenn Man Utd að undanförnu en van Gaal er hættur að trúa því sem skrifað er í fjölmiðlum.

„Eftir að hafa lesið allt ruglið sem hefur verið skrifað um mig trúi ég því ekki að það séu viðræður í gangi á milli Jose Mourinho og United," segir van Gaal.

Þessi reynslumikli Hollendingur hefur átt í stormasömu sambandi við blaðamenn sem hafa ekki hikað við að búa til neikvæðar fréttir um van Gaal.

„Ég get ekki trúað þessu með Mourinho eftir að hafa séð hvað hefur verið í gangi síðustu tvo mánuði. Það hefur verið erfitt fyrir mig, fjölskyldu mína og vini að eiga við það."

„Svona er víst fótboltaheimurinn í dag. Það er sorglegt en svona er þetta,"
segir Hollendingurinn.
Athugasemdir
banner
banner