sun 07. febrúar 2016 12:06
Arnar Geir Halldórsson
Wenger: Allir halda með Leicester
Ferskur
Ferskur
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal fagnar velgengni Leicester en liðin eru í harði baráttu um Englandsmeistaratiitilinn.

Frammistaða Leicester hefur komið öllum á óvart og hefur liðið eignast marga nýja stuðningsmenn á tímabilinu.

„Það sem þeir hafa fram yfir okkur út þetta tímabil er að allir, nema okkar stuðningsmenn og stuðningsmenn Man City og Tottenham, halda með Leicester. Nánast öll þjóðin er á bakvið þá," segir Wenger.

Frakkinn hefur gjarnan verið gagnrýndur fyrir að vera helst til sparsamur í leikmannakaupum og þess vegna er hann ánægður með gott gengi Leicester.

„Þið eruð alltaf að segja mér að kaupa stórstjörnur en svo styðjið þið þetta lið sem hefur engin stór nöfn. Þeir eru frábært dæmi um að fótboltinn snýst ekki bara um að hver eyðir mestum peningum,"

„Mér finnst frábært að sjá Leicester ganga svona vel. Þeir hafa lagt mikið á sig og þannig nærðu árangri. Þeir eru mjög góð fyrirmynd fyrir deildina okkar,"
segir Wenger.

Arsenal heimsækir nýliða Bournemouth í fyrri leik dagsins í enska boltanum og hefst hann klukkan 13:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner