Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 07. febrúar 2018 17:01
Magnús Már Einarsson
Bergsveinn og Guðmundur Karl í Fjölni (Staðfest)
Guðmundur Karl Guðmundsson, Ólafur Páll Snorrason og Bergsveinn Ólafsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson, Ólafur Páll Snorrason og Bergsveinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Bergsveinn Ólafsson og Guðmundur Karl Guðmundsson eru gengnir til liðs við Fjölni á nýjan leik frá FH. Þeir skrifuðu báðir undir samninga í Grafarvogi nú rétt í þessu. Guðmundur gerði tveggja ára samning og Bergsveinn þriggja ára.

Hinn 25 ára gamli Bergsveinn var fyrirliði Fjölnis áður en hann fór til FH fyrir sumarið 2016. Bergsveinn varð Íslandsmeistari með FH 2016 og í fyrra skoraði hann eitt mark í nítján leikjum í Pepsi-deildinni.

Bergsveinn hefur ekki verið ofarlega í röðinni eftir að Ólafur Kristjánsson tók við þjálfun FH í haust en hann var varamaður í öllum fjórum leikjum Fimleikafélagsins í Fótbolta.net mótinu.

Guðmundur Karl er 26 ára gamall en hann er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað á kanti, bakverði og á miðjunni á ferlinum. Guðmundur er úr Þorlákshöfn en hann kláraði yngri flokkana í Fjölni og hóf meistaraflokksferilinn þar.

Guðmundur Karl tók við fyrirliðabandinu hjá Fjölni árið 2016 eftir að Bergsveinn fór í FH.

Fyrir síðasta tímabil fór Guðmundur í FH þar sem hann spilaði fimmtán leiki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar. Guðmundur Karl hefur líkt og Bergsveinn verið á bekknum í síðustu leikjum FH í Fótbolta.net mótinu.

Ólafur Páll Snorrason, sem tók við þjálfun Fjölnis síðastliðið haust, þekkir báða leikmennina vel en þeir léku með honum með Fjölni á sínum tíma og á síðasta tímabili var Ólafur aðstoðarþjálfari FH.

Komnir:
Almarr Ormarsson frá KA
Arnór Breki Ásþórsson frá Aftureldingu
Bergsveinn Ólafsson frá FH
Guðmundur Karl Guðmundsson frá FH
Sigurpáll Melberg Pálsson frá Fram

Farnir:
Fredrik Michaelsen til Tromsö (Var á láni)
Ivica Dzolan
Linus Olsson
Marcus Solberg
Mees Siers

Athugasemdir
banner
banner
banner