Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Enrique: Hvað er hægt að segja um Messi?
Luis Enrique er á góðri leið með að landa þrennu á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Barcelona.
Luis Enrique er á góðri leið með að landa þrennu á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, var himinlifandi með 3-0 sigur Börsunga gegn Bayern München eftir leik liðanna í gærkvöldi.

Enrique var ánægður með spilamennsku sinna manna og hrósaði Lionel Messi en tók fram að hann býst við erfiðum útileik þegar Börsungar heimsækja Bæjara á þriðjudaginn.

„Þetta eru fullkomin úrslit og við erum komnir skrefi nær úrslitaleiknum en við verðum að halda haus í síðari leiknum sem ég er viss um að verður erfiður," sagði Enrique eftir sigurinn frækna.

„Við fengum mörg færi og þeir fá þannig að ég er sáttur með leikinn. Pep notaði leikkerfi sem hentaði hans leikstíl en í lokin voru það einstaklingsgæðin sem réðu úrslitum.

„Hvað er hægt að segja um Messi? Hann kemur alltaf á óvart. Hann er alltaf hungraður í sigur og sýnir mikinn metnað en mér finnst betra að líta á frammistöðu liðsheildarinnar sem hélt hreinu og spilaði góðan leik."

Athugasemdir
banner
banner