fim 07. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Suarez hringir í krabbameinssjúkan strák
Mynd: EPA
Luis Suarez þóttist vera spænskur læknir þegar hann var settur í samband við krabbameinssjúkan strák að nafni Mateo sem heldur með Barcelona.

Scremini Perez er eina stofnunin í Úrúgvæ sem sérhæfir sig í því að lækna krabbameinssjúk börn og fékk stofnunin Suarez til liðs við sig til að gleðja og hvetja einn sjúklinganna.

Suarez spjallaði við strákinn í nokkrar mínútur gegnum tölvuforritið Skype og myndband af því má sjá hér fyrir neðan.

Í myndbandinu er töluð spænska með enskum texta en það þarf í raun bara að líta á andlit stráksins sem lýsist upp til að skilja hvað er í gangi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner