Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar aftur ósáttir við mark sem dæmt var af - „Eins og Ella hafi liðið illa að hafa gefið þetta rauða spjald"
Dóri á hliðarlínunni í gær.
Dóri á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendur Eiríksson gaf Adam Ægi Pálssyni rautt spjald og einnig Arnari Grétarssyni þjálfara Vals.
Erlendur Eiríksson gaf Adam Ægi Pálssyni rautt spjald og einnig Arnari Grétarssyni þjálfara Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason skoraði en flaggið var farið á loft.
Jason skoraði en flaggið var farið á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Val í gær. Hann var svekktur með niðurstöðuna, 2-3 tap á heimavelli, en er búinn að fá nóg af því að skora lögleg mörk, að hans mati, sem fá ekki að standa.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

Dóri var spurður hvað hefði farið með leikinn í gær.

„Við byrjum leikinn vel, Jason skorar gott mark sem af einhverjum ástæðum fær ekki að standa. Það er orðið ansi þreytt að skora löglegt mark í hverjum einasta leik sem fær ekki að standa því það er erfitt að skora mark í fótbolta en rosalega auðvelt að dæma það af. Þú leiðréttir mig ef ég hef rangt fyrir mér, en hann leit út fyrir að vera svo langt frá því að vera rangstæður," sagði Dóri sem vísar í að Breiðablik skoraði mark gegn Víkingi í þriðju umferð sem dæmt var af.

Jason skoraði mark strax í byrjun leiks í gær eftir að flaggið fór á loft. Fékk stungusendingu í gegn, flaggið fór upp og svo kláraði sóknarmaðurinn vel. Það var erfitt að sjá í sjónvarpi að Jason hefði verið rangstæður í því atviki.

„En það er alveg ljóst að við getum ekki gefið Gylfa, Aroni og Patrick þennan tíma sem við vorum stundum að gefa þeim. Fyrsta færið þeirra var auðvitað geggjað skot frá Gylfa í skeytin og ennþá betra skot frá Patrick, 1-0, fannst það hálf klaufalegt. Annað markið var meira 'happening' og svo klaufalegt að gefa aukaspyrnuna í þriðja markinu."

„Sóknarlega þá skorar Jason og svo skorum við tvö góð mörk. Við eigum nokkra góða sénsa. Þeir liggja eðlilega inni í teignum sínum einum færri og verja markið sitt. Þeir voru rosalega klókir í því að passa að boltinn sé sem allra minnst í leik. Boltinn var mjög lítið í leik eftir rauða spjaldið og lítill tími sem við höfðum. Við gerðum allt sem við gátum, spiluðum út fyrir blokkina þeirra og komum með krossa. Það þurfti eina tá til að koma boltanum inn. Það var andi í liðinu og karakter, ekkert vandamál með það, en þurfum að vera aðeins þroskaðri á köflum,"
sagði Dóri.

Fannst uppbótartíminn ekki nægur miðað við tafir
Hann nefnir að boltinn hafi verið lítið í leik eftir rauða spjaldið. Hann var spurður út í rauða spjaldið og hans upplifun eftir það.

„Ég veit ekki alveg hvað gerist í rauða spjaldinu en það koma einhver skilaboð frá hliðarlínunni. Mér leið eins og Ella hafi liðið illa að hafa gefið þetta rauða spjald, ekki séð hvað gerðist, og einhvern veginn ætlað að réttlæta það, eins og þú lýsir því (spyrill Fótbolta.net) að við minnstu snertingu fengu þeir aukaspyrnu og það skipti ekki máli hversu fast þeir hömruðu, við fengum held ég bara eina aukaspyrnu í seinni hálfleik."

„En leikurinn fór ekki þar, alls ekki, þetta var pínu skrítin lína. Ég hefði bara verið góður ef tíminn sem fór í tafir hefði verið bætt við leikinn. En það er eins og það er. Það er ekki dómaranum að kenna að við töpuðum í dag,"
sagði Dóri.
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner