Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Olise og Eze eru stórstjörnur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher hefur miklar mætur á Michael Olise og Eberechi Eze, öflugum kantmönnum Crystal Palace sem hafa verið að gera frábæra hluti að undanförnu eftir mikil meiðslavandræði á tímabilinu.

Olise og Eze voru báðir meiddir stóran hluta tímabilsins og gekk Palace herfilega án þeirra í liðinu. Gengi liðsins hefur skánað til muna eftir endurkomu þeirra í byrjunarliðið og er Crystal Palace ekki lengur í fallbaráttu eftir að hafa nælt í þrettán stig úr síðustu fimm deildarleikjum.

Palace lagði Liverpool á Anfield og rúllaði svo yfir West Ham á heimavelli í næstu umferð, áður en liðið sigraði Newcastle og Manchester United þægilega á heimavelli og gerði jafntefli úti gegn Fulham.

„Þetta eru verulega gæðamiklir leikmenn sem geta verið erfiðir fyrir hvaða andstæðinga sem er. Ef þið skoðið frammistöðuna gegn Man Utd þá eru þetta leikmenn sem geta spilað fyrir hvaða úrvalsdeildarfélag sem er. Það er talað um að Olise sé helsta skotmark Man Utd í sumar og það er góð ástæða fyrir því," sagði Carragher á Sky Sports.

„Wilfried Zaha var alltaf aðalmaðurinn hjá Palace. Hann er mögulega besti leikmaður sem félagið hefur átt í sögu sinni í úrvalsdeildinni, en ég held að þessir tveir séu enn betri. Þeir hafa vissulega ekki verið lengi hjá félaginu og þetta er í raun stærsta spurningin. Hversu lengi verða þeir hjá Palace?

„Ef Crystal Palace vill taka skref framávið þá getur félagið ekki leyft sér að selja báða þessa leikmenn í sumar. Þetta er félag sem kaupir leikmenn úr neðri deildum og selur þá fyrir gróða, en þeir mega ekki selja Eze og Olise ef þeir vilja styrkja sig sem fótboltalið.

„Eze og Olise eru stórstjörnur og ég vona að þeir verði áfram á Selhurst Park. Það er unun að horfa á þá spila fótbolta."


Olise er 22 ára Frakki en Eze er 25 ára Englendingur.

Olise hefur skorað 9 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 17 deildarleikjum það sem af er tímabils, á meðan Eze er kominn með 8 mörk og 3 stoðsendingar í 25 leikjum.

Þeir eru báðir að spila vel undir stjórn Oliver Glasner sem tók við þjálfarastarfinu hjá Palace í lok febrúar og hefur stýrt liðinu fimm sinnum til sigurs í ellefu leikjum hingað til.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Chelsea 37 17 9 11 75 62 +13 60
7 Newcastle 37 17 6 14 81 60 +21 57
8 Man Utd 37 17 6 14 55 58 -3 57
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 37 12 12 13 55 60 -5 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner
banner