Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 13:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi: Ég myndi ekki vilja vera dómari
Valsmenn ræða við Erlend Eiríksson í gær.
Valsmenn ræða við Erlend Eiríksson í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals, var til viðtals eftir leikinn við Breiðablik í gær. Gylfi var maður leiksins, skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í fyrsta marki Vals í 2-3 útisigri.

Hann var í viðtali við Stöð2Sport spurður út í atvikið í byrjun seinni hálfleiks þegar Adam Ægir Pálsson fékk að líta rauða spjaldið.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  3 Valur

„Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf."

„Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla."

„Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku,"
sagði Gylfi eftir leik við Gunnlaug Jónsson.

Hér að neðan má nálgast viðtal Fótbolta.net við Gylfa eftir leikinn.
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner