Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 11:47
Elvar Geir Magnússon
Napoli blandar sér í slaginn um Albert og gæti gert tilboð á næstu dögum
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar segja að Napoli hafi blandað sér í baráttuna við Inter, Juventus og Tottenham um íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson.

Þessi 26 ára sóknarleikmaður hefur átt frábært tímabil með Genoa, skorað sextán mörk og átt fjórar stoðsendingar.

Talað er um að Tottenham gæti verið fremst í kapphlaupinu um Albert í ljósi þess að hann talaði um í viðtali við Telegraph að hann eigi draum um að spila einn daginn í ensku úrvalsdeildinni.

Íþróttafréttamaðurinn Daniele Longo segir að Napoli ætli sér að skáka Inter, Juventus og Tottenham í baráttunni um Albert og gæti gert tilboð á næstu dögum.

Talað er um að Genoa vilji fá að minnsta kosti 35 milljónir punda fyrir Albert.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 36 29 5 2 86 19 +67 92
2 Milan 37 22 8 7 73 46 +27 74
3 Bologna 36 18 13 5 51 27 +24 67
4 Juventus 36 18 13 5 49 28 +21 67
5 Atalanta 36 20 6 10 67 39 +28 66
6 Roma 36 17 9 10 63 44 +19 60
7 Lazio 36 18 5 13 47 37 +10 59
8 Fiorentina 36 15 9 12 55 42 +13 54
9 Torino 37 13 14 10 36 33 +3 53
10 Napoli 37 13 13 11 55 48 +7 52
11 Genoa 36 11 13 12 43 44 -1 46
12 Monza 37 11 12 14 39 49 -10 45
13 Lecce 37 8 13 16 32 54 -22 37
14 Cagliari 37 8 12 17 40 65 -25 36
15 Frosinone 37 8 11 18 44 68 -24 35
16 Verona 36 8 10 18 34 48 -14 34
17 Udinese 37 5 19 13 35 52 -17 34
18 Empoli 37 8 9 20 26 52 -26 33
19 Sassuolo 37 7 8 22 42 74 -32 29
20 Salernitana 36 2 10 24 28 76 -48 16
Athugasemdir
banner
banner
banner