Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
banner
   mið 07. júní 2017 14:30
Elvar Geir Magnússon
Grindvíkingar í spjalli - „Fuck you Tómas" uppi á vegg í klefanum
Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kristijan Jajalo hengdi upp ummæli Tómasar í klefanum.
Kristijan Jajalo hengdi upp ummæli Tómasar í klefanum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Andri Rúnar Bjarnason hefur raðað inn mörkum.
Andri Rúnar Bjarnason hefur raðað inn mörkum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Grindavík er heitasta liðið í Pepsi-deildinni í dag en nýliðarnir eru jafnir og Stjörnunni og Val á toppnum. Andri Rúnar Bjarnason og Gunnar Þorsteinsson, leikmenn liðsins, kíktu í heimsókn í útvarpsþáttinn Fótbolti.net um helgina.

Báðir leikmennirnir komu til Grindavíkur fyrir síðasta tímabil og hjálpuðu liðinu upp í Pepsi-deildina. Fjörið hefur síðan haldið áfram í sumar.

„Síðan ég skrifaði undir í fyrra hefur þetta verið algjört ævintýri," sagði Gunnar.

Fáir hafa haft trú á Grindavík
Á dögunum birtist mynd á Twitter úr klefanum úr Grindavík þar sem ummæli frá Tómasi Þór Þórðarsyni hanga upp á vegg.

„Ég sagði í apríl að það væri frábært að fá Grindavík upp. Geggjuð aðstaða og gott fólk þar. Ég sagði að þeir myndu fara beint niður aftur," sagði Tómas Þór í þættinum.

„Einhver erlendu leikmannanna tók þetta mjög svo inn á sig og skrifaði fuck you Tómas með rauðu letri."

Markvörðurinn öflugi Kristijan Jajalo er maðurinn á bakvið miðann á veggnum í klefanum en Grindvíkingar hafa komið öllum á óvart með frammistöðu sinni í sumar.

„Út á við hafa ekki margir haft trú á okkur. Stuðningsmenn, fjölmiðlamenn og á köflum ekki stjórnin. Við hlógum að þessari spá í fyrra og fórum mjög sannfærandi upp. Við fórum í úrslit í Lengjubikar í fyrsta skipti í 17 ár og mér er skítsama þó að við höfum tapað þar. Við höfum byrjað vel núna og þetta getur ekki verið tilviljun," sagði Gunnar í þættinum en Grindvíkingar hafa alltaf verið stórhuga.

„Það er mikill metnaður. Formaðurinn okkar hann Jónas (Þórhallsson) hefur gert fótboltann að öðrum ólöstuðum að því sem hann er í dag. Stundum hefur hann skotið pínu yfir markið en stundum þarf að setja óraunhæf markmið. Það þarf svona karaktera til að drífa klúbbinn áfram.

Segist vera bestur í NBA Fantasy
Andri Rúnar er markahæstur í deildinni með sex mörk en hann hefur farið á kostum í Pepsi-deildinni. Eftir að hafa spilað með BÍ/Bolungarvík í neðri deildunum þá fór Andri í Pepsi-deildina með Víkingi R. árið 2015. Hann segist ekki hafa verið tilbúinn í það skref þá.

„Ég fann það bæði líkamlega og andlega. Ég fann að ég var eftir á í formi. Ég var ekki nálægt mínu toppstandi og þá fer það í hausinn á mér líka," sagði Andri.

Andri hefur fengið mikla athygli fyrir frammistöðu sína. „Það er mikið búið að gera grín að því í klefanum að hann hefur ekki einu sinni tíma til að mæta á æfingar hann er svo mikið í viðtölum," sagði Gunnar og hló.

Andri hefur meðal annars uppljóstrað því í viðtölum að hann hafi bætt svefn og mataræði. Hann hætti meðal annars að horfa á NBA á næturnar. „Ég er bestur á landinu í NBA Fantasy og ég horfði á alla leiki. Maður var að vaka til 3-4 og þá ertu að vakna seint og ert í engri rútínu. Það er erfitt að hugsa um mataræði þegar þú borðar einhverntímann og maður er ekki með orku á æfingu," sagði Andri.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner