banner
   þri 07. júlí 2015 20:21
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild: Þór lagði fallbaráttulið Selfyssinga
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þór 2 - 1 Selfoss
0-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('37)
1-1 Ármann Pétur Ævarsson ('50)
2-1 Jóhann Helgi Hannesson ('76)
Rautt spjald: Gísli Páll Helgason, Þór ('92)

Þórsarar hafa unnið sinn fyrsta leik eftir þrjá tapleiki í röð í 1. deildinni. Sigurinn kemur gegn Selfossi sem er aðeins þremur stigum frá fallsæti og er með níu stig eftir tíu umferðir.

Ragnar Þór Gunnarsson kom Selfyssingum yfir í fyrri hálfleik en Akureyringar voru betri í leiknum og jöfnuðu snemma í síðari hálfleik. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnur.

Sigurmarkið kom á lokakafla leiksins þegar Jóhann Helgi Hannesson stýrði hárri sendingu í netið með öxlinni eftir mistök hjá Vigni Jóhannessyni í marki gestanna.

Þór er í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn en líklegt er að liðið falli niður í fjórða sætið eftir kvöldið, enda eru bæði Víkingur Ólafsvík og Fjarðabyggð yfir í hálfleik í seinni leikjum kvöldsins.

Gísli Páll Helgason leikmaður Þórs fékk rautt spjald í lokin og verður í banni í grannaslagnum gegn KA á laugardaginn.

Skoðaðu textalýsingu leiksins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner