Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Allegri framlengir hjá Juventus
Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri hefur framlengt samning sinn hjá Juventus og mun hann núna stýra liðinu til ársins 2017 hið minnsta.

Allegri gerði Juventus að meisturum í vetur á sínu fyrsta tímabili með liðinu, auk þess sem hann kom liðinu alla leið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar beið liðið hinsvegar lægri hlut gegn Barcelona.

Juventus hafði mikla yfirburði í deildinni heimafyrir og var Allegri verðlaunaður fyrir frammistöðu liðsins með nýja samningnum.

Nokkrar mannabreytingar eru framundan hjá félaginu þar sem Carlos Tevez og Andrea Pirlo hafa yfirgefið félagið, en báðir voru þeir lykilleikmenn í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner