Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júlí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Benteke vill fara frá Aston Villa
Powerade
Benteke er fastagestur í slúðurpakkanum.
Benteke er fastagestur í slúðurpakkanum.
Mynd: Getty Images
Rafael er á förum frá Manchester United
Rafael er á förum frá Manchester United
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að vera í miklu stuði.



Manchester City vonast til að ná að kaupa Raheem Sterling frá Liverpool á 50 milljónir punda fyrir æfingaferð félagsins til Ástralíu. (Daily Star)

Christian Benteke ætlar að tilkynna Aston Villa að hann vilji fara frá féalginu. Benteke er á óskalista Liverpool. (Guardian)

West Ham hefur náð samkomulagi við Al Jazira um að fá miðjumanninn Manuel Lanzini á láni. (Daily Mail)

Alexis Sanchez fær lengra sumarfrí og missir af byrjun næsta tímabils með Arsenal eftir að hafa hjálpað Síle að vinna Suður-Ameríkubikarinn. (Telegraph)

Manchester United neitar að lækka verðmiðann á David De Gea en félagið vill einnig fá Sergio Ramos frá Real Madrid. (Manchester Evening News)

Sunderland og Middlesbrough eru að berjast um Stewart Downing kantmann West Ham. (Daily Mail)

Newcastle vonast til að geta keypt varnarmanninn Joel Matip frá Schalke á tíu milljónir punda. (Evening Chronicle)

Manchester United er tilbúið að hlusta á tilboð í bakvörðinn Rafael da Silva en hann gæti farið til Ítalíu. (Sky Sports)

Everton vonast til að hafa betur gegn West Ham og Southampton í baráttunni um Angelo Ogbonna varnarmann Juventus. (Liverpool Echo)

Stoke vill fá markvörðinn Ali Al-Habsi frá Wigan. Al-Habsi á að vera varamarkvörður fyrir Jack Butland þar sem Asmir Begovic er á leið til Chelsea. (Daily Mail)

Mario Balotelli fékk lengra sumarfrí en aðrir leikmenn Liverpool af persónulegum ástæðum. (Telegraph)

Liverpool og Burnley fara fyrir dómstóla til að leysa deilu um uppeldisbætur fyrir Danny Ings. (Times)

Southampton vill fá Jody Clasie miðjumann Feyennord ef að Morgan Schneiderlin fer frá félaginu. (Southern Daily Echo)

Schneiderlin má fara til Manchester United ef félagið borgar 25 milljónir punda. (Daily Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner