Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júlí 2015 16:03
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna sagður á leið í viðræður við Basel
Birkir Bjarnason spilar stórt hlutverk með Íslandi.
Birkir Bjarnason spilar stórt hlutverk með Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Basel, stærsta félag Sviss, hefur áhuga á að fá Birki Bjarnason landsliðsmann Íslands í sínar raðir samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Á calciomercato.com er fullyrt að Birkir sé á leið til fundar með forráðamönnum svissnesku meistarana.

Basel er þekkt stærð í Evrópuboltanum og skákaði Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildarinnar síðasta tímabil. Basel féll svo úr leik gegn Porto í útsláttarkeppninni.

Framtíð Birkis er í óvissu en allt útlit er fyrir að hann yfirgefi ítalska B-deildarliðið Pescara sem mistókst að komast upp á liðnu tímabili. Birkir skoraði 12 mörk á tímabilinu.

Hann hefur verið sterklega orðaður við ítölsku A-deildarliðin Torino og Palermo auk þess sem Leeds United í ensku Championship-deildinni hefur mikinn áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner