þri 07. júlí 2015 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FI 
Birkir vill betri kjör til að skrifa undir hjá Torino
Birkir var áður leikmaður Sampdoria í A-deildinni.
Birkir var áður leikmaður Sampdoria í A-deildinni.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason, miðjumaður Pescara, er sagður hafa gert breytingar á samningstilboði sem hann fékk frá A-deildarliðinu Torino.

Torino og Pescara komust að samkomulagi um félagsskiptin en Birkir vildi betri kjör heldur en þau sem Torino bauð og hefur því ekki enn skrifað undir samning.

„Við komumst að samkomulagi við Torino. Það er búið að skrifa undir öll skjöl," sagði Daniele Sebastiani, forseti Pescara, við Calcionews24.com.

„Leikmaðurinn verður að átta sig á því að ef hann kemst ekki að samkomulagi við félagið um persónuleg kjör þá þarf hann að leita til annars félags sem uppfyllir okkar skilyrði.

„Við höfum ekki fengið neitt tilboð frá Basel og Bjarnason er búinn að segjast vilja spila í A-deildinni. Ég vil að leikmaðurinn viti að ef hann kemst ekki að samkomulagi við félagið þá gæti verið að hann fari ekkert í sumar."

Athugasemdir
banner
banner
banner