Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Chelsea að selja Josh McEachran
Josh McEachran í leik með Vitesse.
Josh McEachran í leik með Vitesse.
Mynd: Getty Images
Brentford er að ganga frá kaupunum á miðjumanninum Josh McEachran frá Chelsea.

Kaupverðið nemur 750.000 pundum samkvæmt heimildum BBC, en þessi 22 ára gamli miðjumaður spilaði með Vitesse í Hollandi alla síðustu leiktíð.

Þá hefur hann einnig spilað sem lánsmaður með Swansea, Middlesbrough, Watford og Wigan.

McEachran er 22 ára gamall, en hann þótti á sínum tíma bráðefnilegur og spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Chelsea einungis 17 ára gamall. Framfarir hans stóðustu hinsvegar aldrei væntingar og hefur hann í heild spilað 22 leiki með aðalliðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner