Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júlí 2015 14:00
Magnús Már Einarsson
Gústi Gylfa spáir í 10. umferð í 1. deild karla
Ágúst Þór Gylfason.
Ágúst Þór Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
10. umferðin í 1. deild karla hefst af krafti í kvöld þegar fimm leikir eru á dagksrá en fylgst verður vel með gangi hér á Fótbolta.net.

Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, stökk í spámannssætið og spáði í leiki umferðarinar.



Þór 1 - 0 Selfoss (18:30 í kvöld)
Jóhann Helgi skorar sigurmarkið og kvittar fyrir vítaspyrnuklúðrið á móti Grindavík í síðustu umferð.

Víkingur Ó. 1 - 1 Fram (19:15 í kvöld)
Pétur Péturs. leggur þennan leik glimrandi vel upp og nær í gott stig á erfiðum útivelli.

HK 1 - 1 Fjarðabyggð (19:15 í kvöld)
Skemmtilegur leikur í Kórnum þar sem liðin deila með sér stigum. Gummi Júl leggur upp mark HK sem nafni hans Steinþórsson skorar með skalla.

Þróttur 2 - 0 Grótta (19:15 í kvöld)
Þróttarar halda uppteknum hætti og klára með tveimur mörkum í lok leiksins. Viktor setur eitt eftir fyrirgjöf frá Hlyni löpp.

BÍ/Bolungarvík 2 - 2 Haukar (19:15 í kvöld)
Opinn leikur og fullt af færum. Hefði getað endað 5-5 en fjögur mörk niðurstaðan og liðin sátt við stigið.

Grindavík 3 - 3 KA (Í næstu viku)
KA fær víti á lokasekúndunni og skora þar jöfnunarmarkið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner