Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2015 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Mohamed Salah snýr aftur til Chelsea
Mohamed Salah snýr ekki aftur til Flórens.
Mohamed Salah snýr ekki aftur til Flórens.
Mynd: Getty Images
Egyptinn Mohamed Salah mun snúa aftur til Chelsea fljótlega og hefja æfingar með liðinu á nýjan leik.

Salah var lánaður til Fiorentina eftir áramót sem hluti af samningi félagana um kaup Chelsea á Juan Cuadrado. Salah sló í gegn á Ítalíu og skorað sex mörk í 16 leikjum.

Fiorentina var reiðubúið að kaupa Salah, en vængmaðurinn svaraði hinsvegar aldrei samningstilboði félagsins.

Leikmaðurinn mun fara í æfingabúðir með Chelsea," sagði Ramy Abbas, umboðsmaður Salah.

Chelsea byrjar að æfa á fimmtudaginn og Salah verður þar með þeim."

Enn eru þó taldar líkur á að Salah spili á Ítalíu næsta vetur þar sem Inter er sagt hafa áhuga á honum.
Athugasemdir
banner
banner