Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. júlí 2015 09:00
Daníel Freyr Jónsson
PSG að landa markverði Frankfurt
Kevin Trapp.
Kevin Trapp.
Mynd: Getty Images
Frakklandsmeistarar PSG hafa náð samkomulagi við Frankfurt um kaup á markverðinum Kevin Trapp.

Trapp er 24 ára gamall og mun hann kosta PSG 9 milljónir evra.

Þýska félagið staðfesti í gær að samkomulag hefði nást og er búist við að Trapp ferðist til Parísar í dag þar sem gengið verður frá félagaskiptunum.

Trapp steig sín fyrstu skref hjá Kaiserslautern leiktíðina 2008-09. Hann gekk síðan í raðir Frankfurt árið 2012 og hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin tímabil.

Salvatore Sirigu hefur verið aðalmarkvörður PSG undanfarin ár en nú er ljóst að hann fær aukna samkeppni.
Athugasemdir
banner
banner