Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. júlí 2015 22:17
Magnús Már Einarsson
Sterling vill ekki fara með Liverpool í æfingaferð
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling hefur óskað eftir því að fara ekki með Liverpool í æfingaferð til Austurlanda fjær og Ástralíu. The Guardian greinir frá þessu í kvöld.

Sterling vill ólmur fara frá Liverpool en hann hefur áður sagt félaginu frá þeirri ósk sinni.

Nú vill Sterling ekki fara með Liverpool í æfingaferðina sem liðið verður í næstu tvær vikurnar.

Sterling hafnaði fyrr á árinu samningstilboði frá Liverpool upp á 100 þúsund pund í viku en hann vill fara til City.

Hinn tvítugi Sterling er samningsbundinn til ársins 2017 en í dag fær hann 35 þúsund pund í vikulaun.

Liverpool hefur tvívegis hafnað tilboði frá Manchester City í Sterling í sumar en ekki er ólíklegt að þriðja tilboðið berist á næstunni.

Síðasta tílboð City hljóðaði upp á 35 milljónir punda með möguleika á fimm milljóna punda hækkun ef Sterling myndi standa sig vel.

Liverpool vill fá 50 milljónir punda fyrir Sterling en QPR, fyrrum félag hans, mun fá 20% af kaupverðinu.
Athugasemdir
banner
banner