Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 07. júlí 2015 13:55
Þórður Már Sigfússon
Þjálfari Galatasaray sár yfir því að hafa misst af Kolbeini
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og flestir vita gekk Kolbeinn Sigþórsson í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Nantes í síðustu viku eftir fjögurra ára dvöl hjá Ajax í Hollandi.

Nantes var ekki eina liðið um hituna því tyrkneskir fjölmiðlar greina frá því að Galatasaray, sem eru ríkjandi Tyrklandsmeistarar, hafi haft mikinn áhuga á leikmanninum.

Kolbeinn mun hafa verið í viðræðum við Galatasaray sem var reiðubúið að borga uppsett verð fyrir leikmanninn. Hins vegar hafi fjölskylda Kolbeins tekið Frakkland framyfir Tyrkland.

Hamza Hamzaoglu, þjálfari Galatasaray, lýsir yfir miklum vonbrigðum með það að hafa misst af Kolbeini enda fáir leikmenn í hans gæðaflokki sem eru falir á 3 milljónir evra.

„Þetta er sárgrætilegt því við vorum svo nálægt því að klófesta hann. Við hefðum verið búnir að tryggja okkur leikmann sem hefði leitt sóknarlínuna næstu tíu árin,” sagði Hamzaoglu við tyrkneska fjölmiðla.

„En hann fór að ráðum fjölskyldunnar sem vildi heldur fara til Frakklands. Við töluðum saman símleiðis þegar hann hafði ákveðið að fara til Nantes. Það var sorglegt samtal,” sagði Hamzaoglu að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner