þri 07. júlí 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Varnarmaður Twente á leiðinni til Southampton
Cuco Martina í baráttuni með Twente.
Cuco Martina í baráttuni með Twente.
Mynd: Getty Images
Southamton hefur náð samkomulagi við hollenska félagið FC Twente um að fá varnarmannin Cuco Martina til Englands.

Martina hefur verið fastamaður í liði Twente undanfarni tvö ár, en honum er ætlað að fylla í skarð Ryan Bertrand sem missir af upphafi næsta tímabils eftir að hafa gengist undir uppskurð.

Þessi 25 ára gamli leikmaður getur spilað í bakverði jafnt sem miðvarðastöðunni, auk þess sem hann getur spilað á miðjunni, og telur Ronald Koeman, stjóri Southampton, það góða viðbót við liðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner