Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. júlí 2015 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Vill að Messi missi fyrirliðabandið
Mun Messi missa bandið?
Mun Messi missa bandið?
Mynd: Getty Images
Framherjinn Lionel Messi á ekki skilið að bera fyrirliðaband argentínska landsliðsins lengur og á Javier Mascherano að taka við því.

Þetta er skoðun Leo Farinella, ristjóra argentínska íþróttafjölmiðilsins Ole, eftir frammistöðu Messi í úrslitaleik HM í fyrra og nú síðast í úrslitum Suður-Ameríkubikarsins um helgina.

Argentína tapaði báðum leikjunum án þess að skora mark og lét fyrirliðinn Messi lítið á sér bera í þeim báðum. Það segir Farinella ekki vera boðlegt fyrir fyrirliða og vill hann sjá Mascherano taka við bandinu.

Liðið var ekki tilbúið í úrslitaleikinn og þá sérstaklega fyrirliðinn Messi, sem eyddi öllum leiknum í að rölta um völlinn," skrifaði Farinella.

Það er tími til kominn að gera eitthvað í málunum og mynda lið með Mascherano sem ímynd þess. Fyrirliðabandið er á vitlausum stað og það er komið nóg af þessu. Besti leikmaður heims er ekki að skila sínu á mikilvægustu stundunum."
Athugasemdir
banner
banner