Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 07. júlí 2015 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Zaza til Juventus á 18 milljónir (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Juventus er búið að kaupa Simone Zaza, 24 ára gamlan sóknarmann Sassuolo.

Zaza gerði 20 mörk í 64 leikjum hjá Sassuolo og á fimm landsleiki að baki. Sóknarmaðurinn er talinn af mörgum vera einn af efnilegustu leikmönnum Ítalíu.

Zaza kostar Juventus 18 milljónir evra, eða tæplega 13 milljónir punda, og bætist við gífurlega sterka sóknarlínu liðsins sem inniheldur meðal annars Paulo Dybala, Mario Mandzukic, Fernando Llorente og Alvaro Morata.

Juve þarf stóran leikmannahóp fyrir áskoranir komandi tímabils, en liðið vann deild og bikar í heimalandinu á síðasta tímabili og tapaði fyrir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner