Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 07. júlí 2016 16:10
Magnús Már Einarsson
Andri Steinn stýrði Þrótti Vogum degi eftir uppsögn
Andri Steinn Birgisson.
Andri Steinn Birgisson.
Mynd: Þróttur Vogum
Úr leik hjá Þrótti Vogum.
Úr leik hjá Þrótti Vogum.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þróttur Vogum hefur ákveðið að segja Andra Steini Birgissyni upp störfum sem þjálfara en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag. Andri kom Þrótti upp úr 4. deild í fyrra en liðið er í dag í 7. sæti í 3. deild með sjö stig eftir jafnmarga leiki.

Andri fékk símtal frá Þrótti á mánudaginn þegar hann var á leið heim eftir að hafa horft á Frakkland-Ísland í París. Þar var Andra tjáð að rifta ætti samningi hans við liðið þar sem hann hefði ekki tíma til að sinna liðinu.

Andri vísar því á bug og í samtali við Fótbolta.net í dag segist hann hafa haft stuðning leikmanna. Andri endaði á því að stýra Þrótturum í 3-0 tapi liðsins gegn Víði Garði síðastliðinn þriðjudag eftir þrýsting frá leikmönnum en stjórn Þróttar ákvað hins vegar að standa við ákvörðun sína um að rifta samningi við Andra.

„Leikmenn hvöttu stjórn félagsins til að sjá að sér og draga þetta til baka en svo varð ekki. Það sem var ennþá furðulegra við þetta er tímasetningin, daginn fyrir leik við Víði, og loksins þegar EM var búið og allt færi í eðlilegt horf aftur. Leikurinn við Víði var nógu erfiður fyrir þar sem hálft liðið var á EM og í meiðslum en að bæta þessu ofan á það var algjör þvæla," sagði Andri við Fótbolta.net í dag.

„Eftir að leikmenn hvöttu mig til að heyra í stjórninni og taka leikinn á móti Víði þá lét ég undan og heyrði í þeim og við féllumst á þá ákvörðun að ég tæki þann leik svo það væri allavega eitthvað vit í þeim leik. Enga að síður voru þeir búnir að skemma hann með þessu rugli og var engin leið að undirbúa liðið enda var klukkutími í mætingu þegar þessi ákvörðun er tekin."

Andri telur sig hafa haft fullan stuðning innan leikmannhópsins. „Já ég tel það. Miðað við viðbrögð leikmanna og stuðning sem ég fæ kæmi það ekki á óvart að einhverjir leikmenn líti í kringum sig í glugganum."

„Annars þakka ég knattspyrnudeild Þróttar fyrir minn tíma og óska þeim góðs gengis. Ég er strákunum mjög þakkláttur fyrir þeira stuðning og þeirra framlag á æfingum og á vellinum,"
sagði Andri.
Athugasemdir
banner