Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. júlí 2016 16:32
Magnús Már Einarsson
Hjörtur Hermanns til Bröndby (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Danska félagið Bröndby hefur fengið íslenska landsliðsmanninn Hjört Hermannsson í sínar raðir frá PSV Eindhoven. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Hjartar staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hjörtur er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Bröndby en hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins fyrir leikinn við Val í Evrópudeildinni í Danmörku í dag.

Hinn 21 árs gamli Hjörtur var í landsliðshópi Íslands á EM en hann fær nú tíu daga frí áður en hann hefur æfingar með Bröndby.

Hjörtur hefur undanfarna mánuði leikið í sænsku úrvalsdeildinni á láni hjá IFK Gautaborg en hann fór þangað í mars.

Á Íslandi spilaði Hjörtur með yngri flokkum og meistaraflokki Fylkis áður en hann fór til PSV árið 2012.
Athugasemdir
banner
banner
banner