Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 07. september 2015 02:14
Alexander Freyr Tamimi
Löggan henti landsliðinu út
Icelandair
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ísland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í sögunni, EM 2016 í Frakklandi, með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld.

Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.

Þrátt fyrir að lög segi að skemmtistöðum í miðborginni beri að loka klukkan 01:00 á virkum dögum var fastlega búist við því að Íslendingar fengju að fagna einstöku augnabliki í íslenskri íþróttasögu í kvöld, enda um sögulegt augnablik að ræða. Hafði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til að mynda persónulega lofað strákunum að opið yrði lengur í bænum í kvöld. Sagði hann á Facebook síðu sinni að hann byggist ekki við því að landsliðsstrákarnie yrðu stöðvaðir í fagnaðarlátum sínum í kvöld.

Lögreglan réðst hins vegar með valdi á skemmtistaðinn b5 eftir eitt að nóttu, þar sem stuðningsmenn fögnuðu með íslenska landsliðinu, og landsliðsmönnum og öðrum var fleygt þaðan út. Fagnaðarlætin yfir frábærum árangri fengu því ekki að halda áfram.

Hér að neðan má sjá myndband af atburðarrásinni.

Athugasemdir
banner
banner