Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   mán 07. september 2015 02:14
Alexander Freyr Tamimi
Löggan henti landsliðinu út
Icelandair
watermark Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Löggan bannaði fagnaðarlætin.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ísland tryggði sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í sögunni, EM 2016 í Frakklandi, með markalausu jafntefli gegn Kasakstan í kvöld.

Skiljanlega vildi þjóðin fagna þessum sigri vel í kvöld og fjölmargir Íslendingar létu sjá sig í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Þangað voru landsliðsmennirnir einnig mættir til að fagna sögulegum árangri.

Þrátt fyrir að lög segi að skemmtistöðum í miðborginni beri að loka klukkan 01:00 á virkum dögum var fastlega búist við því að Íslendingar fengju að fagna einstöku augnabliki í íslenskri íþróttasögu í kvöld, enda um sögulegt augnablik að ræða. Hafði forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, til að mynda persónulega lofað strákunum að opið yrði lengur í bænum í kvöld. Sagði hann á Facebook síðu sinni að hann byggist ekki við því að landsliðsstrákarnie yrðu stöðvaðir í fagnaðarlátum sínum í kvöld.

Lögreglan réðst hins vegar með valdi á skemmtistaðinn b5 eftir eitt að nóttu, þar sem stuðningsmenn fögnuðu með íslenska landsliðinu, og landsliðsmönnum og öðrum var fleygt þaðan út. Fagnaðarlætin yfir frábærum árangri fengu því ekki að halda áfram.

Hér að neðan má sjá myndband af atburðarrásinni.

Athugasemdir
banner