Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. október 2015 21:50
Arnar Geir Halldórsson
Andrés Már framlengir við Fylki
Andrés Már verður áfram í Fylki
Andrés Már verður áfram í Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andrés Már Jóhannesson verður áfram í Árbænum en hann hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Fylki

Andrés kom við sögu í öllum leikjum Fylkis í Pepsi deildinni á nýafstöðnu tímabili og skoraði í þeim tvö mörk.

Andrés hefur ekki leikið fyrir annað félag en Fylki á Íslandi en hann var um tíma á mála hjá norska liðinu Haugesund.

Alls hefur Andrés spilað 154 leiki fyrir Fylki í deild og bikar og skorað 15 mörk en þessi 27 ára gamli sóknarmaður á einnig 14 landsleiki að baki fyrir yngri landslið Íslands.

Fylkir endaði tímabilið í 8.sæti Pepsi deildarinnar en liðið vann Íslandsmeistara FH í lokaumferðinni þar sem Andrés Már gerði eitt af mörkum liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner