Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. október 2015 20:30
Arnar Geir Halldórsson
Guardiola búinn að ákveða að taka við Man City?
Á leið til Englands?
Á leið til Englands?
Mynd: Getty Images
Spænska dagblaðið Mundo Deportivo segist hafa heimildir fyrir því að Pep Guardiola sé búinn að ákveða að taka við Man City næsta sumar.

Þessar sögusagnir hafa verið háværar undanfarnar vikur en samningur Guardiola við Bayern Munchen rennur út eftir tímabilið.

Txiki Begiristain er yfirmaður knattspyrnumála hjá Man City en hann og Guardiola þekkjast vel enda báðir fyrrum leikmenn Barcelona og unnu saman hjá Börsungum í stjóratíð Guardiola þar.

Samkvæmt heimildum spænska blaðsins hefur Guardiola gert munnlegt samkomulag við Begiristain um að taka við af Manuel Pellegrini næsta sumar.

Guardiola hefur stýrt liði Bayern Munchen með góðum árangri undanfarin tvö ár en liðið er í yfirburðarstöðu í Bundesligunni.
Athugasemdir
banner