Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. október 2015 19:30
Arnar Geir Halldórsson
Heskey: Skrýtin ákvörðun að reka Rodgers
Heskey í leik með Liverpool fyrir löngu síðan
Heskey í leik með Liverpool fyrir löngu síðan
Mynd: Getty Images
Mikið er rætt og ritað um ákvörðun Liverpool að reka Brendan Rodgers úr knattspyrnustjórastöðu félagsins á dögunum.

Einn þeirra sem hefur tjáð sig um málið er gamla kempan Emile Heskey sem lék með Liverpool í upphafi aldarinnar.

„Mér fannst þetta skrýtin ákvörðun í fyrstu því þeir gáfu honum svo mikinn tíma til að byggja upp liðið en gefa honum ekki tíma til að klára það."

„En þrjú ár án titils hjá Liverpool gengur ekki upp,"
sagði Heskey sem vann sex titla með Liverpool á árunum 2000-2004.

Jurgen Klopp mun að öllum líkindum taka við af Rodgers og herma nýjustu fregnir að þýski stjórinn verði kynntur til leiks á Anfield á morgun.

„Það tala allir vel um Klopp svo það verður áhugavert að sjá hvernig honum gengur með Liverpool. Markmiðið verður að vera topp 4," sagði Heskey.

Athugasemdir
banner
banner