mið 07. október 2015 13:36
Elvar Geir Magnússon
Hópur kvennalandsliðsins - Tvær breytingar
„Krafa okkar að koma heim með fullt hús."
Freyr og Ólafur Pétursson, markmannaþjálfari.
Freyr og Ólafur Pétursson, markmannaþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands, tilkynnti nú rétt í þessu hópinn fyrir komandi leiki gegn Makedóníu og Slóveníu í undankeppni EM. Báðir leikir verða ytra.

Liðið kemur saman 19. október en leikdagar eru 22. og 26. október.

Ísland hefur leikið einn leik í riðlinum, vann 2-0 sigur gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli þar sem áhorfendur fjölmenntu og skemmtu sér vel.

„Ég vil byrja á því að þakka Tólfunni fyrir þá stemningu sem hún skapaði í síðasta leik. Stelpurnar eru mjög ánægðar og vilja skila þökkum ásamt starfsfólkinu," sagði Freyr á fréttamannafundi á Laugardalsvelli.

Farið var yfir ýmsa tölfræði úr leiknum gegn Hvíta-Rússlandi á fundinum. „Það eina neikvæða við leikinn var hvernig við fórum með færin," sagði Freyr en Ísland átti um 600 sendingar í leiknum og 81% af þeim voru heppnaðar.

„Ferðalagið er erfitt til Makedóníu og við þurfum að taka tvö tengiflug til Skopje. Við vitum ekki hvernig aðstæður verða á æfingavöllum og megum ekki láta neitt koma okkur á óvart."

„Það er algjör krafa hjá okkur að koma heim með fullt hús stiga."

Tvær breytingar eru frá síðasta hóp. Guðrún Arnardóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fara út. Inn koma Svava Rós Guðmundsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir.

Freyr hefur þar með fækkað varnarmönnum í hópnum en skýringin á því að Berglind er ekki með er sú að hún er komin í skóla í Bandaríkjunum og talið best að hún sleppi löngu ferðalgi í komandi verkefni.

Markmenn:
Guðbjörg Gunnarsdóttir (Lilleström)
Sandra Sigurðardóttir (Stjarnan)
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)

Aðrir leikmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Gautaborg)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Elísa Viðarsdóttir (Kristianstads)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Glódís Perla Viggósdóttir (Eskilstuna)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stabæk)
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Hólmfríður Magnúsdóttir (Avaldsnes)
Margrét Lára Viðarsdóttir (Kristianstads)
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Sandra María Jessen (Þór)
Sara Björk Gunnarsdóttir (FC Rosengard)
Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner