Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 07. október 2015 09:40
Magnús Már Einarsson
Klopp kynntur sem stjóri Liverpool á föstudag
Powerade
Á leið til Liverpool.
Á leið til Liverpool.
Mynd: Getty Images
Allt helsta slúðrið úr enska boltanum er að sjálfsögðu á sínum stað í dag.



Jurgen Klopp mun hitta eigendur Liverpool í dag og vera kynntur sem nýr stjóri félagsins á föstudag. (Daily Mirror)

Það mun kosta Roman Abramovich 37,5 milljónir punda ef hann rekur Jose Mourinho frá Chelsea. Það yrði dýrasti brottreksturinn í fótboltasögunni. (Daily Star)

Johan Cruyff segir að Van Gaal sé að spila rangan leikstíl hjá Manchester United. (Sky Sports)

John Carver, fyrrum stjóri Newcastle, segir að búið hafi verið að ákveða kaup sumarsins hjá félaginu áður en Steve McClaren tók við sem stjóri. (The Sun)

Nigel Pearson mun líklega ekki taka við Sunderland en hann er þó á lista yfir mögulega stjóra. (Sunderland Echo)

Aðrar fréttir segja að Pearson sé líklegastur til að taka við Sunderland. (Daily Telegraph)

Bob Bradley, þjálfari Stabæk í Noregi, gæti óvænt tekið við Sunderland en hann þjálfaði áður landslið Bandaríkjanna. (Daily Express)

Marcos Rojo hefur dregið sig úr argentínska landsliðshópnum til að ná sér af meiðslum fyrir leik Manchester United og Everton þann 17. október. (Manchester Evening News)

Sevilla og Valencia eru að berjast um Victor Valdes markvörð Manchester United. (Daily Star)

Southampton ætlar að bjóða Victor Wanyama nýjan fimm ára samning. (Daily Mirror)

Leicester gerði 8,9 milljóna punda tilboð í Bruno de Carvalho kantmann Sporting Lisabon en félagaskiptin gengu ekki upp. (Leicester Mercury)

Juan Mata hefur varið Rafael Benítez við gagnrýni um að hann sé of varnarsinnaður. Benitez þjálfaði Mata hjá Chelsea á sínum tíma. (Cadena Ser)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner