Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 07. október 2015 10:29
Magnús Már Einarsson
Klopp mætir til Englands á morgun - Tekur við á föstudag
Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Jurgen Klopp muni mæta til Englands á morgun til að ganga frá samningi við Liverpool.

Jafnframt segir Sky að Klopp verði kynntur sem nýr stjóri Liverpool á föstudag ef ekkert óvænt kemur upp á.

Klopp mun taka við Liverpool af Brendan Rodgers sem var rekinn um síðustu helgi.

Klopp hefur verið í viðræðum við Liverpool undanfarna daga um að taka við liðinu. Þjóðverjinn mun fljúga til Englands á morgun til að ganga frá lausum endum og skrifa undir samninginn á föstudag.

Fyrsti leikur hans með Liverpool verður um aðra helgi gegn Tottenham.
Athugasemdir
banner